Hékk á göngubrú yfir Miklubraut

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og slökkviliði á fjórða tímanum í dag eftir að maður sást hangandi fram af brúnni yfir Miklubraut, við Kringluna.

Sjónarvottur sagði í samtali við mbl.is að lögreglu hefði tekist að ná manninum áður en verr fór. Umferð var lokuð í austurátt í talsverða stund vegna atviksins.

Að sögn sjónarvottar voru fjórir til fimm lögreglubílar á svæðinu, einn sjúkrabíll og einn slökkviliðsbíll. 

Umferð er komin aftur af stað. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins og slökkviliðið varðist allra frétta þegar mbl.is hafði samband við það fyrr í dag. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að borist hafi tilkynning um vegfaranda í ójafnvægi á göngubrúnni, sem óttast hafi verið að færi sér að voða.

„Brugðist var fljótt við og tókst að afstýra því að illa færi, en vegfarandum var síðan komið í hendur viðeiganda aðila. Eilítil röskun varð á umferð vegna þessa, en loka varð fyrir umferð í stutta stund á meðan aðgerðum á vettvangi stóð,“ segir í tilkynningunni.

Fréttin var uppfærð 16:48

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert