Hærri laun hjá konum en körlum

Stjórnarráðið. Sex ráðuneyti höfðu öðlast jafnlaunavottun 1. feb.
Stjórnarráðið. Sex ráðuneyti höfðu öðlast jafnlaunavottun 1. feb. mbl.is/Kristinn Magnússon

Launagreining sem unnin var vegna jafnlaunavottunar í forsætisráðuneytinu leiðir í ljós að kynbundinn launamunur var 0,73% að teknu tilliti til frávika sem leiða af ákvæðum laga, m.a. um launaákvarðanir embættismanna.

„Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu. Í báðum tilfellum var um að ræða hærri laun hjá konum en körlum,“ segir í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar alþingismanns um jafnlaunavottun Stjórnarráðsins.

Fram kemur að 1. febrúar sl. höfðu forsætisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti öðlast jafnlaunavottun. Þorsteinn spurði m.a. um ástæður þess að ekki var unnið að jafnlaunavottun fyrir Stjórnarráðið sem eina heild eins og meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hafði lagt til. Í svarinu er bent á að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald og teljist hvert ráðuneyti fyrir sig sérstök stofnun og sérstakt stjórnvald. Því hafi ekki verið lagalegar forsendur til að fylgja áherslum meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert