Lögðu til öll rúmin á nýju hjúkrunarheimili

Hjónin Ólöf Guðfinnsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson.
Hjónin Ólöf Guðfinnsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson. Ljósmynd/Seltjarnarnesbær

„Það var ekki meiningin að þetta yrði borið á torg. Það var alveg nóg að almættið vissi af þessu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nesskips, í samtali við Morgunblaðið.

Guðmundur og kona hans, Ólöf Guðfinnsdóttir, gáfu öll rúmin til Seltjarnar, hins nýja hjúkrunarheimilis sem vígt var á Seltjarnarnesi í byrjun mánaðarins.

„Þessu var mjög vel tekið. Við vorum búin að ræða það að við ættum kannski að leggja þessu lið. Niðurstaðan varð sú að okkur fannst skemmtilegra að gefa eitthvað áþreifanlegt í staðinn fyrir að gefa bara aurinn. Þá kannaði ég hvort væri sniðugt að gefa eins og helminginn af rúmunum. En svo hugsaði ég að það gengi ekki að hafa tvær gerðir, svo við keyptum öll rúmin og náttborðin,“ segir Guðmundur meðal annars í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert