„Vandi Hringbrautar er ekki hraðatengdur og þetta slys var ekki vegna hraðaksturs. Staðreyndin í þessu máli er að einhver fór yfir á rauðu ljósi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, við Morgunblaðið, og vísar til þess þegar ekið var á stúlkubarn á Hringbraut við gatnamótin við Meistaravelli.
Borgin hefur nú ákveðið að lækka hámarkshraða niður í 40 kílómetra hraða og segir Ólafur það vera ranga ákvörðun.
„Þessi aðgerð mun ekki á nokkurn hátt auka öryggi gangandi vegfarenda,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Þá gagnrýna Seltirningar Reykjavíkurborg fyrir einhliða ákvörðun í málinu.