Bjarni og Bankasýslan óska skýringa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sent stjórnum fyrirtækja í …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sent stjórnum fyrirtækja í eigu ríkisins bréf. mbl.is/Hari

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sendi í dag stjórn­um fyr­ir­tækja í rík­is­eigu bréf þar sem þess er óskað að þær upp­lýsi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið um það hvernig brugðist hef­ur verið við til­mæl­um ráðuneyt­is­ins, sem send voru stofn­un­um í janú­ar 2017 og síðar ít­rekuð, um að gæta var­kárni við launa­ákv­arðanir.

Bréfið var einnig sent til Banka­sýslu rík­is­ins sem ann­ast eign­ar­hald fjár­mála­fyr­ir­tækja og sam­skipti við stjórn­ir þeirra, en þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins. Svara er óskað í síðasta lagi 20. janú­ar næst­kom­andi.

Banka­sýsla rík­is­ins hef­ur þegar sent upp­lýs­inga­beiðnir til stjórn­ar Íslands­banka og bankaráðs Lands­bank­ans, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef Banka­sýsl­unn­ar. Þar er óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um launa­mál banka­stjóra, sem stofn­un­inni þykir rétt að kalla eft­ir, en Banka­sýsla rík­is­ins fer með 98,2% eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um og 100% eign­ar­hlut í Íslands­banka fyr­ir hönd rík­is­sjóðs.

Svo virðist sem stjórn­ir hafi ekki farið að til­mæl­um

Í bréfi Bjarna seg­ir meðal ann­ars, að upp­lýs­ing­ar um þróun launa­kjara fram­kvæmda­stjóra ým­issa fé­laga í eigu rík­is­ins bendi til þess að „ekki hafi í öll­um til­fell­um verið farið að of­an­greind­um til­mæl­um“ og að „svo virðist sem hluti stjórna hafi ekki tekið til­lit til til­mæla ráðuneyt­is­ins um að ekki verði ákv­arðaðar mikl­ar launa­breyt­ing­ar á stuttu tíma­bili og að launa­stefna end­ur­spegli ekki aðeins sam­keppn­is­hæfni held­ur einnig hóf­semi og að var­færni sé gætt í launaþróun“.

Sé sú raun­in má ætla að gengið hafi verið á svig við ákvæði eig­anda­stefnu, seg­ir í bréfi fjár­mála- og efn­hags­ráðherra.

Hækk­an­ir um­fram al­menna launaþróun verði rök­studd­ar

Af þessu til­efni er óskað eft­ir því að stjórn­ir og Banka­sýsla rík­is­ins upp­lýsi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið um það hvernig brugðist hafi verið við þeim til­mæl­un­um sem beint var til þeirra með bréfi ráðuneyt­is­ins frá janú­ar 2017, sem síðar var ít­rekað, og í hvaða mæli þau hafa verið höfð til hliðsjón­ar við ákvörðun launa fram­kvæmda­stjóra. Hafi stjórn­ir ákv­arðað fram­kvæmda­stjór­um launa­hækk­an­ir um­fram al­menna launaþróun, er óskað eft­ir því að þær færi rök fyr­ir þeim ákvörðunum með til­vís­un til eig­anda­stefnu.

Einnig er þess óskað að bréfið verði sent stjórn­um dótt­ur­fé­laga, þar sem laun fram­kvæmda­stjóra féllu áður und­ir kjararáð og þær beðnar um að upp­lýsa fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið um sömu atriði.

At­hygli Banka­sýslu rík­is­ins er vak­in á því að til­mæl­in eiga einnig við um Íslands­banka og skal þá gerð grein fyr­ir með hvaða hætti ákv­arðanir um laun banka­stjóra tóku mið af úr­sk­urði kjararáðs (2017.4.003), sem skil­greindi sam­bæri­leg viðmið um launa­setn­ingu banka­stjór­ans og giltu um laun annarra fram­kvæmda­stjóra fé­laga, þó að úr­sk­urður­inn hafi ekki komið til fram­kvæmda fyr­ir of­an­greinda laga­breyt­ingu. Þá er óskað eft­ir því að Banka­sýsla upp­lýsi hvort og með hvaða hætti starfs­kjara­stefna Íslands­banka tók breyt­ing­um þegar eign­ar­hald bank­ans færðist frá einkaaðilum og til rík­is­ins,“ seg­ir Bjarni í bréfi sínu, sem lesa má í heild á vef ráðuneyt­is­ins.

Til­mæli fjár­mála- og efna­hags­ráðherra frá ár­inu 2017, sem Bjarni vís­ar til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert