Erlendu húsin betri kostur

Fyrirhugað fjölbýlishús á vegum Bjargs við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í …
Fyrirhugað fjölbýlishús á vegum Bjargs við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í Reykjavík. Teikning/THG Arkitektar/Birt með leyfi

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir það hafa verið metið hag­kvæm­ast að flytja inn lett­nesk ein­inga­hús fyr­ir Bjarg leigu­fé­lag. Horft hafi verið til fram­leiðslu­getu inn­lendra aðila.

Til­efnið er gagn­rýni inn­lendra fram­leiðenda á að Bjarg, sem var stofnað af ASÍ og BSRB, skuli nota inn­flutt ein­inga­hús á Akra­nesi og inn­flutt­ar inn­rétt­ing­ar í íbúðum. Hún bend­ir á að inn­lend fyr­ir­tæki sem smíða inn­rétt­ing­ar þurfi að kaupa efni sem er að mestu unnið er­lend­is. Þor­björn Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Samiðnar, seg­ir lög­gjaf­ann setja þröng­an ramma um bygg­ing­ar­kostnað og húsa­leigu.

„Við vilj­um að sem mest sé fram­leitt af ís­lensk­um verk­tök­um en þeir verða þá að vera til­bún­ir að vera inn­an ramm­ans sem lög­gjöf­in set­ur,“ seg­ir Þor­björn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Það væri „óá­byrgt ef full­trú­ar stétt­ar­fé­lag­anna treystu sér ekki til að vera í þessu verk­efni“.

Þór­ar­inn H. Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA, seg­ir í aðsendri grein að IKEA hafi boðið best þegar Bjarg bauð út inn­rétt­ing­ar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ. mbl.is/​​Hari
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert