Átti að fá hækkunina

Landsbankinn í Austurstræti.
Landsbankinn í Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri Landsbankans var kveðið á um það í ráðningarsamningi að laun yrðu endurskoðuð sama ár. Nánar tiltekið þegar launin hættu að heyra undir kjararáð.

Þetta fékkst staðfest hjá Landsbankanum vegna fyrirspurnar um launahækkanir bankastjóra.

Ákvæðið gekk eftir með því að launin hækkuðu í tvígang og eru nú 3,8 milljónir á mánuði. Við það bætist framlag í lífeyrissjóð. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum munu launin ekki hækka frekar í ár. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa í um 20 ár kannað laun félagsmanna sinna.

Yfir 300 með yfir 1,2 milljónir

Bendir síðasta könnun sem gerð var í haust til að ríflega 300 svarendur af tæplega 2.800 hafi þá haft yfir 1,2 milljónir í mánaðarlaun.

Til samanburðar höfðu þjóðkjörnir fulltrúar að meðaltali 1.166 þúsund í heildarlaun í júní í fyrrasumar. Hafa þær tölur ekki verið uppfærðar á vef stjórnarráðsins.

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir meðallaunin fara hækkandi eftir því sem sérfræðingum fjölgar í greininni.

Innan Landsbankans gætti óánægju með launakjör Steinþórs Pálssonar en hann lét af störfum sem bankastjóri síðla árs 2016.

Birtist sú óánægja í greinargerðum bankaráðs en bent var á að bankinn þyrfti að bjóða samkeppnishæf laun, án þess að vera leiðandi.

Samanlagt höfðu bankastjóri og sex framkvæmdastjórar Landsbankans um 290 milljónir í heildarlaun í fyrra. Meðalárslaun þessara sjö voru rúmar 40 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert