Segir einhverja hljóta að vita meira

Jón Baldvin var sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1998 til …
Jón Baldvin var sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá 1998 til 2002. Skjáskot/Rúv

Það eru þættir í málum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fá mig til að staldra við. Þessi mál eru svo mörg og ná yfir svo langt tímabil að það hlýtur hafa verið fólk sem vissi meira en það kýs að segja.

Þannig hefst Facebook-færsla Friðjóns R. Friðjónssonar, framkvæmdastjóra KOM. Hann óskar eftir því að þeir stjórnmála- og blaðamenn sem vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar segi frá þeim.

Friðjón lýsir því að þegar hann bjó í Washington DC á árunum 2007 til 2010 gengu enn sögur meðal Íslendinga um sendiherrann fyrrverandi, um alls konar óviðeigandi hegðun, oftast tengdar ölvun og partýstandi. 

Sögur sem hljóta að hafa náð eyrum samverkamanna sendiherrans og yfirboðara. Síendurteknar sögur sem manni finnst ótrúlegt að samtíðarmenn í stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu hafi ekki heyrt,“ skrifar Friðjón.

Hann segir að til séu stjórnmálamenn og blaðamenn sem hafi lagt sig fram við að vita allt um alla. 

Sumir hafa jafnvel lýst sjálfum sér sem nokkurs konar kóngulóm í miðjum vef ógeðslegs þjóðfélags. Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert