Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo

Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, …
Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikill viðbúnaður lögreglu er í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu vegna heimsóknar Michaels R. Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins. Meðal annars eru sérsveitarmenn á staðnum auk fjölda almennra lögreglumanna.

Pompeo situr nú fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu en flugvél hans lenti á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um klukkan tólf á hádegi. Tók Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, meðal annars á móti honum.

Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra …
Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn

Fundinn með Pompeo sitja einnig Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsætisráðherra, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þeir Guðlaugur Þór og Pompeo hittust áður í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í byrjun janúar. Þar voru viðskipti á milli landanna ekki síst umræðuefnið.

Pompeo mætti í Hörpu með fjölmennu fylgdarliði um klukkan hálfeitt. Þar á meðal eru lífverðir og erlent fjölmiðlafólk. Gert er ráð fyrir að fundur utanríkisráðherranna taki um klukkustund. Blaðamannafundur verður haldinn að fundinum loknum klukkan 13:30. Auk viðskipta er viðbúið að varnarmál og málefni norðurslóða verði til umræðu.

Eftir fundinn með Guðlaugi Þór mun Pompeo halda í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og funda þar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Þetta er í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir landið frá árinu 2008. Þáverandi utanríkisráðherra landsins, Condoleezza Rice, heimsótti þá landið í maí það ár á leið sinni til Svíþjóðar og ræddi við íslenska ráðamenn.

Þegar Rice heimsótti landið var Geir forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Pompeo ljósmyndaður í bak og fyrir eftir komuna í Hörpu …
Pompeo ljósmyndaður í bak og fyrir eftir komuna í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn
George Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Pompeo á flugvellinum.
George Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Pompeo á flugvellinum. mbl.is/Árni Sæberg
Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, …
Öryggisgæsla í Hörpu í tilefni af komu Michael R. Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert