Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Framkvæmdir hafa staðið fyrir skammt frá garðinum.
Framkvæmdir hafa staðið fyrir skammt frá garðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýs­ingu Vík­ur­kirkju­g­arðs, al­veg að aust­ustu mörk­um hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í álykt­un bar­áttufund­ar um vernd­un Vík­ur­kirkju­g­arðs í Iðnó í dag.

Í til­kynn­ingu vegna fund­ar­ins seg­ir að fund­ar­menn hafi fylkt sér að baki Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, Friðriki Ólafs­syni og Þor­gerði Ing­ólfs­dótt­ur í bar­áttu fyr­ir vernd­un Vík­ur­kirkju­g­arðs.  Að fundi lokn­um gengu fund­ar­menn í Vík­ur­kirkju­g­arð og sungu þar sam­an.

Minja­stofn­un Íslands til­kynnti 8. janú­ar að ákveðið hefði verið að skyndifriða þann hluta Vík­ur­kirkju­g­arðs sem er inn­an bygg­inga­svæðis­ins á Lands­s­ímareitn­um svo­nefnda við Aust­ur­völl.

Skyndifriðunin, sem tók gildi sam­stund­is, gild­ir í allt að sex vik­ur eða þar til ráðherra hef­ur ákveðið hvort friðlýsa skuli viðkom­andi menn­ing­ar­minj­ar að feng­inni til­lögu Minja­stofn­un­ar. Um er að ræða aust­asta hluta hins forna Vík­ur­kirkju­g­arðs eins og hann var er garður­inn var aflagður árið 1838. Skyndifriðunin renn­ur út á mánu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka