Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna.
„Við viljum einfaldlega fá fund til að fara yfir málið með borgarfulltrúum og borginni þannig að það væri hægt að skýra þetta og fara yfir þessa afstöðu því það er ekki búið að kynna þetta neitt að ráði.“
Samtökin sendu bréf á alla borgarfulltrúa í gær þar sem þau sögðust ætla standa fyrir undirskriftasöfnun og íbúakosningu verði deiliskipulagið samþykkt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.