Lilja: „Sigur fyrir söguna“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og meningamálaráðherra, segir lausnina vera sigur fyrir …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og meningamálaráðherra, segir lausnina vera sigur fyrir söguna. mbl.is/Rax

„Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra.

Greint var frá því nú í kvöld að Minjastofnun Íslands hefði dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis Víkurgarðs, eftir að fall­ist var á sjón­ar­mið stofnunarinnar. Lagði framkvæmdaaðilinn Lindarvatn fram til­lögu um að færa inn­gang sem fyr­ir­hugaður var inn í garðinn og flytja hann nær Aðalstræti. Nýj­um inn­gangi verður einnig bætt við á suðvest­ur­horni bygg­ing­ar­inn­ar og mun hann snúa út að Kirkju­stræti.

„Framkvæmdaaðilar á Landssímareitnum féllust á sjónarmið Minjastofnunar Íslands, gáfu eftir og breyttu sínum áformum og ég met málið svo að það sé til mikilla heilla,“ segir Lilja.

„Nú er ljóst að Víkurgarður verður ekki hótelgarður. Næsta skref er síðan að horfa til framtíðarskipulags þessa helga reits og í því skyni verður auglýst hugmyndasamkeppni. Ég hvet velunnara garðsins og aðra áhugasama til þess að fylgjast vel með henni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert