Fyrndar kröfur ekki á vanskilaskrá

Höfuðstöðvar Creditinfo í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Creditinfo í Reykjavík. mbl.is/Ernir

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Cred­it­in­fo að fyr­ir­tækið reki hvorki miðlæg­an grunn um lána­sögu ein­stak­linga, líkt og haldið hafi verið fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 á sunnu­dags­kvöldið, né séu fyrnd­ar kröf­ur birt­ar á van­skila­skrá.

Haft var eft­ir Sæv­ari Þór Jóns­syni lög­manni í frétt Stöðvar 2 að dæmi væru um að fólki væri til að mynda neitað um kred­it­kort vegna lána­sögu sem Cred­it­in­fo hefði ný­lega farið að birta. Þetta væri ólög­legt og málið yrði kært til Per­sónu­vernd­ar.

„Fé­lagið hef­ur hins veg­ar í um ára­tug rekið svo­kallað skulda­stöðukerfi en inn í það miðla rúm­lega 30 lán­veit­end­ur sem starfa und­ir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, gögn­um um nú­ver­andi skulda­stöðu ein­stak­linga og lögaðila,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ekki sé um að ræða gagna­grunn hjá Cred­it­in­fo um stöðu allra lána hjá viðkom­andi lán­veit­end­um held­ur sé staðan sótt í raun­tíma hjá hverj­um og ein­um lán­veit­anda þegar skuld­astaðan er sótt á grund­velli upp­lýsts samþykk­is ein­stak­lings.

Sótt skuld­astaða geymi yf­ir­lit yfir nú­ver­andi stöðu lána viðkom­andi en ekki upp­lýs­ing­ar um lána­sögu eins og haldið hafi verið fram í frétt­inni.

„Upp­lýs­ing­um um fyrnd­ar kröf­ur er ekki miðlað á skulda­stöðuyf­ir­liti. Í til­felli skulda­stöðukerf­is­ins er Cred­it­in­fo vinnsluaðili fyr­ir þá lán­veit­end­ur sem eru ábyrgðaraðilar þeirra upp­lýs­inga sem miðlað er inn í kerfið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka