„Umfang málsins miklu stærra“

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Íslands hefur ekki enn lokið við að fara yfir og skoða ábendingar sem umboðsmaður Alþingis sendi Seðlabankanum sem varðar meðal annars mál Samherja og bankans. Álitið birtist 25. janúar síðastliðinn. 

Ástæðan er sú líkt og bankinn bendir á að „umfang málsins [er] miklu stærra en kann að virðast við fyrstu sýn og getur varðað grundvöll fjármagnshafta sem refsiheimild frá því að þau voru sett á undir lok árs 2008 og þar til lögum um gjaldeyrismál var breytt á árinu 2011.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Í henni er einnig bent á að umfjöllun um álitið í fjölmiðlum hafi verið „misvísandi“ og „þykir Seðlabankanum rétt að gera nú að einhverju leyti nánari grein fyrir mati sínu á málinu“.

Þar er meðal annars bent á að Seðlabankinn taldi ekki forsendur til að afturkalla ákvörðun að eigin frumkvæði, stjórnvaldssekt sem lögð var á vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Sú krafa var „reist á umfjöllun ríkissaksóknara um gildi reglna um gjaldeyrismál í öðru máli vegna meintra brota á öðrum reglum en þeim sem ákvörðun bankans varðaði. Seðlabankinn taldi ekki forsendur til að afturkalla ákvörðunina, enda var bankanum kunnugt um umfjöllun ríkissaksóknara þegar hún var tekin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert