Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut

Lögreglan handtók mann í hádeginu sem sparkaði í kyrstæða bifreið …
Lögreglan handtók mann í hádeginu sem sparkaði í kyrstæða bifreið á Háaleitisbraut og réðst í kjölfarið á ökumann bílsins, unga konu. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í hádeginu karlmann í annarlegu ástandi á Háaleitisbraut. Maðurinn er grunaður um að hafa sparkað í bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum á Háaleitisbraut.

Í framhaldinu gekk hann í skrokk á ökumanninum, ungri konu, sem var flutt á slysadeild til frekari skoðunar. Meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg. Í tilkynningu frá lögreglu segir að svo virðist sem árásin hafi verið algjörlega tilefnislaus. 

Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað en hann staðfestir að maðurinn verður yfirheyrður seinna í dag þegar ástand hans leyfir. Maðurinn er vistaður í fangaklefa á meðan frekari rannsókn fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert