Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd

SA hafa að gefnu tilefni birt uppreiknaðar launatöflur miðað við …
SA hafa að gefnu tilefni birt uppreiknaðar launatöflur miðað við kröfugerð SGS. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samkvæmt kröfugerð Eflingar sem lögð var fram 10. október 2018 skal auka bil á milli launaflokka og aldursþrepa og segja Samtök atvinnulífsins hækkun lægstu byrjunarlauna eina og sér því gefa ófullnægjandi mynd af kröfugerðinni. Hún feli í sér að lægstu laun hækki minnst í krónum og prósentum en hæstu umsömdu laun hækki mest bæði í prósentum og krónutölum.

Þetta kemur fram í grein á vef Samtaka atvinnulífsins, sem hafa að gefnu tilefni birt uppreiknaðar launatöflur miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins, sem Efling stéttarfélag átti aðild að og vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara á grundvelli krafnanna.

Gildandi launatafla og virkir launaflokkar hennar.
Gildandi launatafla og virkir launaflokkar hennar. Tafla/SA

Í umfjöllun SA segir að í kröfum SGS sé farið fram á að gildistími kjarasamninga verði þrjú ár, að lægstu byrjunarlaun verði 425 þúsund krónur fyrir lok samningstímans og að launataflan verði endurskoðuð og hundraðshlutfall verði á milli flokka og aldursþrepa, sem fjölgað verði um eitt þannig að í stað 5 ára þreps komi 7 og 10 ára þrep.

Samkvæmt kröfugerðinni yrði launataflan eftirfarandi á þriðja ári samningstímans.
Samkvæmt kröfugerðinni yrði launataflan eftirfarandi á þriðja ári samningstímans. Tafla/SA

Það hafi síðan komið fram í viðræðum aðila að SGS vilji sjá 1,5% bil á milli launaflokka og 2% milli aldursþrepa. Kröfugerðin fæli þannig í sér að lægstu byrjunarlaun hækkuðu um 59% á samningstímanum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki kjarasamningsins hækkaði um 82%.

Hlutfallsleg hækkun einstakra launaflokka og aldursþrepa yrði eftirfarandi.
Hlutfallsleg hækkun einstakra launaflokka og aldursþrepa yrði eftirfarandi. Tafla/SA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert