„Óþægileg tilfinning“ um átök

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ist hafa „þá óþægi­legu til­finn­ingu“ að það sé sjálf­stætt mark­mið verka­lýðsfor­yst­unn­ar að fara í átök.

Þetta kom fram í viðtali við hann í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni.

Bjarni spurði hvaða aðrar álykt­an­ir hann geti dregið þegar niðurstaða margra mánaða viðræðna sé eng­in.

Hann sagði að all­ir hafi tekið því fagn­andi þegar stjórn­völd sett­ust niður með aðilum vinnu­markaðar­ins. Marg­ir hafi talað um að tekið hafi verið risa­stórt skref til að leysa stöðuna á vinnu­markaði.

Ekki væri hægt að velta sök­inni á stöðunni sem er uppi núna á skatta­breyt­inga­til­lög­ur stjórn­valda.

Bjarni sagði und­ar­legt að heyra eft­ir fundi for­ystu­manna launþega­hreyf­ing­ar­inn­ar og at­vinnu­rek­enda hjá rík­is­sátta­semj­ara að menn séu ósam­mála um hvað verið var að tala um. Sagði hann það lág­marks­kröfu að slíkt sé á hreinu, til dæm­is hvort verið sé að gera kröfu um 60 til 85% launa­hækk­an­ir eða eitt­hvað annað.

Spurði hann til hvers rík­is­sátta­semj­ari væri ef ekki væri hægt að draga þetta fram eft­ir margra vikna fundi hjá hon­um.  

Hann bætti því við að eft­ir að hafa setið með aðilum vinnu­markaðar­ins á á ann­an tug funda hafi hann trúað því að unnið væri mark­visst við samn­inga­borðið. „Mér finnst það ekki mark­viss vinna þegar menn tala út og suður um það sem hef­ur gerst við samn­inga­borðið,“ sagði hann.

Forystufólk VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness á fundi með Samtökum …
For­ystu­fólk VR, Efl­ing­ar og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness á fundi með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þarf stöðug­leika fyr­ir lækk­un vaxta

Ráðherr­ann kvaðst einnig telja mik­inn mis­skiln­ing vera uppi um eðli og efni funda stjórn­valda með aðilum vinnu­markaðar­ins. Hann sagði að einnig hafi verið fundað með sveit­ar­fé­lög­un­um til að ræða stóru mynd­ina.

„Við höf­um náð stór­kost­leg­um ár­angri á und­an­förn­um árum,“ sagði hann og bætti við að ráðstöf­un­ar­tekj­ur hafi vaxið gríðarlega. Fyr­ir vikið sagði hann sam­talið í hans huga hafa snú­ist um hvernig sé hægt að verja þessa stöðu.

Rætt var um vexti í þætt­in­um og sagðist Bjarni taka und­ir að þeir þyrftu að lækka. For­send­an fyr­ir því sé samt sú að stöðug­leiki þurfi að vera í efna­hags­mál­um.

Hann sagði vexti aldrei hafa verið lægri en í dag og nefndi að ríkið hafi aldrei fengið lægri vexti á verðtryggð lán en núna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert