Brot 430 ökumanna mynduð

Sá sem ók hraðast mældist á 111 km/klst.
Sá sem ók hraðast mældist á 111 km/klst. mbl.is/Arnþór

Brot 430 öku­manna voru mynduð á Sæ­braut í Reykja­vík frá síðastliðnum föstu­degi til dags­ins í dag.

Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Sæ­braut í austurátt, á gatna­mót­um við Lang­holts­veg.

Á þrem­ur sól­ar­hring­um fóru 20.252 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því óku hlut­falls­lega fáir öku­menn of hratt eða yfir af­skipta­hraða, að því er kem­ur fram á vef lög­regl­unn­ar.

Meðal­hraði hinna brot­legu var 79 km/​klst. en þarna er 60 km há­marks­hraði. Sá sem ók hraðast mæld­ist á 111 km/​klst.

Sex öku­tækj­um var ekið gegn rauðu ljósi.

Vökt­un lög­regl­unn­ar á Sæ­braut er liður í um­ferðareft­ir­liti henn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert