„Þröngt mega sáttir sitja“

Hluti þingflokks Miðflokksins samankominn á fyrsta þingflokksfundi Ólafs Ísleifssonar og …
Hluti þingflokks Miðflokksins samankominn á fyrsta þingflokksfundi Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar síðan þeir gengu til liðs við flokkinn. mbl.is/Hari

„Þetta er nátt­úru­lega hátíðis­dag­ur,“ seg­ir Jón Pét­urs­son, aðstoðarmaður for­manns Miðflokks­ins, um auka­fund þing­flokks­ins í dag. Fund­ur­inn er sá fyrsti sem þing­menn­irn­ir Karl Gauti Hjalta­son og Ólaf­ur Ísleifs­son sitja eft­ir að þeir til­kynntu að þeir ætluðu að renna inn í þing­flokk Miðflokks­ins eft­ir að hafa verið rekn­ir úr þing­flokki Flokks fólks­ins í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins og staðið utan flokka um stund.

Þing­menn Miðflokks­ins eru með því orðnir níu tals­ins og Miðflokk­ur­inn því stærsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn á þing­inu, þrátt fyr­ir að fylgi flokks­ins í skoðana­könn­un­um hafi dalað frá því að Klaust­ur­málið kom upp í lok nóv­em­ber.

Fyr­ir ligg­ur að flokk­ur­inn mun gera kröfu um það að kosið verði aft­ur í nefnd­ir þings­ins, „svo að nefnda­skip­an taki mið af breytt­um hlut­föll­um í stjórn­ar­and­stöðu,“ eins og formaður­inn Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son orðaði það í bréfi til flokks­manna á föstu­dag.

En fleiri þing­menn taka líka meira pláss og blaðamaður spyr hvort miðflokks­menn hafi ekk­ert hugsað um að krefjast þess að fá stærra þing­flokks­her­bergi niðri við Aust­ur­völl, nú þegar þingstyrk­ur flokks­ins er orðinn meiri en bæði til dæm­is Fram­sókn­ar­flokks og Sam­fylk­ing­ar, sem hafa 8 og 7 þing­menn.

„Ég vildi helst bara taka her­bergið af Sjálf­stæðis­flokkn­um. Nei, ég segi svona. Ég er bara að grín­ast,“ seg­ir Jón létt­ur í bragði og bæt­ir við að hann vilji ekki leggja meira á starfs­fólk Alþing­is sem hafi gert mikið til þess að koma nýj­um miðflokks­mönn­um hag­an­lega fyr­ir í þing­flokks­her­berg­inu.

„Þeir vinna krafta­verk á hverj­um degi og það er bara eitt skref í einu, en þröngt mega sátt­ir sitja, segi ég,“ seg­ir Jón Pét­urs­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert