„Svo sannarlega ekki einsdæmi“

Sólveig Anna er á ferðinni með kosningabíl Eflingar.
Sólveig Anna er á ferðinni með kosningabíl Eflingar. mbl.is/Hari

„Fólk heldur að þessi kúgunarstarfsemi sé bundin við einhvern fámennan hóp siðblindingja en það er því miður ekki svoleiðis. Þetta er með ólíkindum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is um lista yfir veikindi starfsfólks sem sagður er sýnilegur öllu starfsfólki á stóru hóteli í Reykjavík.

„Íslenskt samfélag hefur ekki náð að bregðast almennilega við því sem er að eiga sér stað á íslenskum vinnumarkaði og þessi hegðun hefur breiðst út,“ segir Sólveig Anna. „Auðvitað er þetta ekki svona hjá öllum en þetta er svo sannarlega ekki einsdæmi.“

Mbl.is náði tali af Sólveigu Önnu þar sem hún var stödd með kosningabíl Eflingar á Fosshóteli Barón. „Allt gengur mjög vel og fullt af fólki búið að kjósa.“

Haft var eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að um 500 félagsmenn væru búnir að greiða atkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert