Tóku strætó þegar enginn kom

Frá opnun Helgafellsskóla í Mosfellsbæ í janúar sl.
Frá opnun Helgafellsskóla í Mosfellsbæ í janúar sl. mbl.is/​Hari

Fjór­ar sex ára gaml­ar stúlk­ur úr Mos­fells­bæ enduðu ný­verið óvænt úti á Granda í Reykja­vík á leið sinni úr fim­leik­um.

Stelp­urn­ar eru nem­end­ur í Helga­fells­skóla og átti starfsmaður skól­ans að sjá um að sækja þær, en þegar sá kom ekki á rétt­um tíma ákvað hóp­ur­inn að taka stræt­is­vagn með fyrr­greind­um af­leiðing­um. Greint var fyrst frá þessu í bæj­ar­blaðinu Mos­fell­ingi.

„Þær voru að koma úr fim­leik­um en eng­inn sótti þær svo stelp­urn­ar ákváðu bara að redda sér sjálf­ar og tóku strætó og enduðu þá úti á Granda,“ seg­ir móðir einn­ar stelp­unn­ar í Morg­un­blaðinu. Aðspurð seg­ir hún stelp­urn­ar ekki hafa verið skelkaðar eft­ir ferðalagið. For­eldr­un­um var þó ekki skemmt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka