Eftir rúmlega fjórtán tíma fund á Alþingi var honum slitið klukkan 5:21 í nótt. Um var að ræða aðra umræðu um frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Voru það þingmenn Miðflokksins sem stóðu lengst í ræðustól.
Síðastur í ræðustól var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, en hægt er að hlusta á ræður þingmanna Miðflokksins hér.
Umræðunni verður framhaldið síðar í dag.