Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins sl. haust.
Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins sl. haust. mbl.is/Hari

„Þetta er í raun­inni bara í sam­ræmi við það sem höf­um verið að segja und­an­far­in ár, að inn­an nokk­urra ára yrði skuld­setn­ing fyr­ir­tæk­is­ins þannig að við gæt­um farið að auka arð,“ seg­ir Hörður Arn­ars­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar í sam­tali við mbl.is, eft­ir árs­fund Lands­virkj­un­ar sem fram fór í dag.

Hann reikn­ar með því að Lands­virkj­un greiði á bil­inu 3-4 millj­arða í arð til rík­is­ins fyr­ir árið 2018, en end­an­leg ákvörðun um það verður tek­in á aðal­fundi fé­lags­ins.

Niðurstaða árs­ins hjá Lands­virkj­un var afar góð og lýsti fjár­mála­stjór­inn Rafn­ar Lárus­son því í er­indi sínu á fund­in­um að eig­in­fjár­hlut­fall Lands­virkj­unn­ar hefði aldrei verið jafn hátt í fimm­tíu ára sögu fé­lags­ins.

Hörður seg­ir að Lands­virkj­un hafi und­an­far­in tíu á ein­beitt sér að því að borga niður skuld­ir og auk þess fjár­fest mikið, en fé­lagið hef­ur fjár­fest fyr­ir um það bil 120 millj­arða króna á síðustu tíu árum og greitt niður skuld­ir fyr­ir sömu upp­hæð.

„Nú geta arðgreiðslurn­ar farið að aukast, þær hafa verið svona um einn og hálf­an millj­arð en við höf­um talað um að þær færu stig­vax­andi á nokkr­um árum og kom­ist upp í 10-20 millj­arða þar sem þær gætu hald­ist,“ seg­ir Hörður.

Gengið vel að fá stór­not­end­ur yfir á „nýja verðið“

Þátta­skil urðu fyr­ir um 15 árum í verðlagn­ingu orku til stór­not­enda á Íslandi og fór Hörður yfir það í ávarpi sínu á árs­fund­in­um í dag. Bæði voru sett ný raf­orku­lög hér­lend­is og svo urðu breyt­ing­ar á alþjóðavísu, sem hækkuðu verð á raf­orku til stór­not­enda al­mennt.

Eldri verðstefna gerði ráð fyr­ir því að orka til stór­not­enda væri seld á bil­inu 15-25$ á MW-stund en ný verðstefna fel­ur í sér að samn­ing­ar séu gerðir um að selja hverja MW-stund á bil­inu 30-45$.

Mynd/​Lands­virkj­un

Hörður seg­ir að góður ár­ang­ur hafi náðst í að end­ur­semja um verðið við eldri viðskipta­vini og nú sé það svo að Lands­virkj­un von­ist eft­ir því að níu af stór­not­end­un­um tíu, sem kaupa 80% af allri ork­unni sem Lands­virkj­un sel­ur, verði komn­ir á „nýja verðið“, og þá verði Alcoa eini stór­not­and­inn sem eigi eft­ir að semja við um raf­ork­una sam­kvæmt nýrri verðstefnu Lands­virkj­un­ar.

Hörður seg­ir aðspurður að þess­ar viðræður séu vissu­lega strembn­ar, enda sé um að ræða stærstu viðskipta­samn­inga sem gerðir séu á Íslandi, lang­tíma­samn­inga um gríðar­mikla orku­notk­un.

„Þannig að við erum þarna að tak­ast á um mik­il verðmæti,“ seg­ir Hörður.

Eðli­legt að ríkið kaupi Landsnet

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir op­in­beraði það í ávarpi sínu við upp­haf fund­ar að rík­is­stjórn Íslands hefði fyr­ir nokkr­um vik­um samþykkt að hefja viðræður um að kaupa Landsnet, sem er í meiri­hluta­eigu Lands­virkj­un­ar. Lands­virkj­un beit­ir sér þó að engu leyti við stjórn þess fyr­ir­tæk­is og er það óheim­ilt.

„Það finnst mér mjög eðli­legt. Við höf­um al­veg verið sam­mála því og ég tek líka und­ir það sem ráðherr­ann sagði, það er ekki síður mik­il­vægt að aðskilja dreifi­veiturn­ar og orku­fram­leiðsluna, aðskilnaður Landsnets og Land­virkj­un­ar hef­ur gerst al­farið, nema eign­ar­haldið. Það voru ákvæði í lána­samn­ing­um sem flæktu það, en við erum búin að ná þeim ákvæðum út að miklu leyti. En aft­ur á móti, ef við horf­um á dreifi­veiturn­ar, sem er stærsti kostnaður heim­il­anna, þá er mik­ill sam­rekst­ur dreifi­veitn­anna enn þá við orku­veit­una, það hef­ur ekki orðið aðskilnaður,“ seg­ir Hörður.

Hann bæt­ir því við að hann sem for­stjóri Lands­virkj­un­ar styðji þess veg­ferð, en þó sé auðvitað ým­is­legt sem þurfi að ræða í þessu sam­hengi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka