Verkbann það eina í stöðunni

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland, segir að ekki sé …
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland, segir að ekki sé hægt að bjóða upp á skerta þjónustu. Það kalli á skaðabótakröfur eða kröfur um endurgreiðslur á ferðum. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er vanþekking á eðli og ábyrgðum ferðaþjónustuaðila hvort sem um er að ræða ferðaskrifstofu, hótel eða hópferðabíl að halda það að hægt sé að bjóða ferðamönnum upp á skerta þjónustu eftir dögum í þeirra ferð.“

Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line Iceland, á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallar um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness sem beint er að fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

„Verði skerðing einn dag í ferðinni er viðbúið og löglegt að krefjast skaðabóta eða endurgreiðslu á allri ferðinni þó einhver þjónusta hafi verið veitt,“ segir Þórir ennfremur en gert er ráð fyrir að boðuð verkföll nái til að minnsta kosti 40 fyrirtækja í hótel- og gistingarekstri, auk hópbifreiðafyrirtækja. 

„Því miður er væntanlega það eina í stöðunni að boða verkbann á móti frá fyrsta degi verkfalls. Við gerum þá bara eins og Færeyingar lokum og sinnum viðhaldi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert