VR boðar verkfall á 20 hótelum

Viðræður hjá ríkissáttasemjara reyndust árangurslausar. VR hefur nú boðað til …
Viðræður hjá ríkissáttasemjara reyndust árangurslausar. VR hefur nú boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir á 20 hótelum og gististöðum. mbl.is/Eggert

Stjórn VR hefur samþykkt að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hópbifreiðafyrirtækja og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðgerðir VR dreifast yfir 15 daga og munu fyrst koma til 22. mars. Frá 1. maí yrði svo um ótímabundna vinnustöðvun að ræða.

Þá munu verkfallsaðgerðir félagsins ná til 20 hótela og gististaða sem tilgreind eru á heimasíðu félagsins, en í sumum tilfellum er um nokkur hótel að ræða undir hverju hótelheiti og er því heildarfjöldi gististaðanna enn hærri. Ekki kemur fram hvaða hópbifreiðafyrirtækja verkfallsaðgerðirnar ná til.

Aðeins þeir sem eru starfsmenn þeirra fyrirtækja sem um ræðir munu vera á kjörskrá, andstætt þeirri aðferð sem Efling nýtti sér við framkvæmd atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna þegar 8 þúsund höfðu atkvæðisrétt um verkfall 700 félagsmanna.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við mbl.is að ekki sé endanlega ákveðið hvenær atkvæðagreiðsla hefst, en að það verði á mánudag eða þriðjudag. Hann segir jafnframt að hópbifreiðafyrirtækin séu ekki nánar tilgreind þar sem var ákveðið að hafa „það opnara“.

Aðgerðir VR munu ná til eftirfarandi fyrirtækja:

Fosshótel Reykjavík ehf.

Íslandshótel hf.

Flugleiðahótel ehf.

Cabin ehf.

Hótel Saga ehf.

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.

Hótel Klettur ehf.

Örkin veitingar ehf.

Keahótel ehf.

Hótel Frón ehf.

Hótel 1919 ehf.

Hótel Óðinsvé hf.

Hótel Leifur Eiríksson ehf.

Hótel Smári ehf.

Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)

Hótel Holt Hausti ehf.

Hótelkeðjan ehf.

CapitalHotels ehf.

Kex Hostel

101 hótel ehf.

Verkfallsaðgerðir VR eru áætlaðar á eftirfarandi dögum:

Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars.

Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars.

Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl.

Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl.

Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl.

Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl.

Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert