„Trúnaðarbrestur“ verði tilmæli hunsuð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Viðskiptaþingi á dögunum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Viðskiptaþingi á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef stjórn Íslandsbanka og bankaráð Landsbankans verði ekki við tilmælum frá fjármálaráðherra um launasetningu æðstu stjórnenda bankanna, verði trúnaðarbrestur kominn upp á milli stjórnvalda og stjórnanna.

Þetta kom fram í viðtali við forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV. Hún sagði tilmæli Bjarna Benediktssonar til Bankasýslu ríkisins í fyrradag hafa „verið algjörlega skýr“ og að þau sé ekki hægt að túlka með fjölbreyttum hætti.

Bankasýslan svaraði bréfi fjármálaráðherra í gær og í svarbréfinu kom fram að stofnunin tæki undir þau sjónarmið sem fram voru sett í bréfi fjármálaráðherra.

Bankasýslan telur ljóst að yfirstjórnir bankanna hafi „virt að vettugi“ þær ábendingar sem stofnunin kom á framfæri við þær um launasetningu æðstu yfirmanna í byrjun árs 2017.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert