Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er gestur þáttarins Þingvellir sem hófst klukkan 10:00 á útvarpsstöðinni K100.
Meðal þess sem rætt er um er andstaða Miðflokksins við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um það með hvaða hætti farið var með krónueignir erlendra fjárfesta.
Einnig er fjallað um fjölgun í þingflokki Miðflokksins um tvo þingmenn á dögunum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins og gengi flokksins í skoðanakönnunum.
Þá er einnig komið inn á umræður um innflutning á ófrosnu kjöti frá Evrópusambandinu sem hefur meðal annars verið harðlega gagnrýnt í röðum bænda.
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, er stjórnandi þáttarins að þessu sinni.