Sigmundur Davíð á Þingvöllum

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi …
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir. mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er gestur þáttarins Þingvellir sem hófst klukkan 10:00 á útvarpsstöðinni K100.

Meðal þess sem rætt er um er andstaða Miðflokksins við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um það með hvaða hætti farið var með krónueignir erlendra fjárfesta.

Einnig er fjallað um fjölgun í þingflokki Miðflokksins um tvo þingmenn á dögunum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins og gengi flokksins í skoðanakönnunum.

Þá er einnig komið inn á umræður um innflutning á ófrosnu kjöti frá Evrópusambandinu sem hefur meðal annars verið harðlega gagnrýnt í röðum bænda.

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, er stjórnandi þáttarins að þessu sinni.

Hér má hlusta á þáttinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert