Brjóstmynd af Ólafi Ragnari afhjúpuð

Frá afhjúpun brjóstmyndarinnar.
Frá afhjúpun brjóstmyndarinnar. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon

Brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, var afhjúpuð af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrr í kvöld.

Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur athöfnina ásamt fjölskyldu Ólafs Ragnars og fleiri gestum.


Brjóstmyndin bætist þar með í hóp sams konar mynda af öðrum fyrrverandi forsetum Íslands.

Myndhöggvarinn Helgi Gíslason bjó myndina til en Ólafur Ragnar kveðst hafa dáðst að verkum hans svo áratugum skiptir.

„Það var mjög gaman að hlusta á sögurnar hans,“ skrifar forsetinn fyrrverandi á Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert