Alelda rafmagnsbíll við Samskip

Slökkvistarf tók um klukkustund og lauk nú laust fyrir klukkan …
Slökkvistarf tók um klukkustund og lauk nú laust fyrir klukkan 22. mbl.is/Eggert

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst útkall vegna elds í bifreiðum í porti við höfuðstöðvar Samskipa í Reykjavík klukkan 20:43 í kvöld. Annar bíllinn var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og hafði eldurinn einnig læst sig í næsta bíl við hliðina. Bílarnir eru báðir ónýtir.

Um var að ræða rafmagnsbíla sem voru í hleðslu þegar eldurinn kom upp. Talsverð hætta lék á því að eldur læstist í þriðja bílinn og smáhýsi í grenndinni, en slökkviliði tókst að koma í veg fyrir það.

Lið frá tveimur slökkvistöðvum fóru á staðinn, ásamt tankbíl vegna þess hve langt var í næsta brunahana.

Slökkvistarf tók um klukkustund og lauk nú laust fyrir klukkan 22.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert