Lýsa megnri óánægju með breytingar á skólum

Frá fundi skóla- og frístundasviðs með foreldrum vegna sameiningar Keldu- …
Frá fundi skóla- og frístundasviðs með foreldrum vegna sameiningar Keldu- og Vættaskóla. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­eldr­ar grunn­skóla­barna í norðan­verðum Grafar­vogi virðast al­mennt óánægðir með hug­mynd­ir skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar um breyt­ing­ar í skóla­mál­um. Kom það fram á hita­fundi stjórn­enda sviðsins með for­eldr­um í Keldu­skóla í gær. Breyt­ing­arn­ar fel­ast í því að leggja niður skóla í Staðahverfi og sam­eina tvo skóla sem áður voru í fjór­um hlut­um.

Skóla- og frí­stunda­svið er að rýna þróun nem­enda­fjölda í grunn­skól­um í norðan­verðum Grafar­vogi. Það snert­ir tvo skóla; Keldu­skóla, sem varð til við sam­ein­ingu Vík­ur­skóla og Korpu­skóla á sín­um tíma, og Vætta­skóla sem varð til við sam­ein­ingu Borga­skóla og Engja­skóla.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Helga Gríms­son­ar sviðsstjóra er nú 61 nem­andi í Keldu­skóla Korpu þar sem nem­end­ur í 1.-7. bekk fá kennslu. Hann seg­ir að þetta sé fá­menn­asti grunn­skól­inn sem rek­inn er af sveit­ar­fé­lagi á suðvest­ur­horni lands­ins. Ekki sé hægt að halda úti þeim gæðum náms, kennslu og fé­lag­steng­inga sem sviðið telji æski­leg. Vinnu­hug­mynd­in er að leggja skól­ann niður og aka börn­un­um í Vætta­skóla.

Jafn­framt mun gert ráð fyr­ir að sam­eina starf­semi Keldu­skóla Vík við Vætta­skóla Engi og Vætta­skóla Borg­ir. Þétt­ing­ar­reit­ir við Borga­skóla eru að byggj­ast upp, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Helga, og vís­bend­ing­ar um að það kalli á aukið hús­næði við skól­ann. Það valdi því að flutn­ing­ar ár­ganga á milli Borga­skóla og Engja­skóla á skóla­göng­unni verði meiri en æski­legt sé talið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert