Syngjandi öskudagsbörnum vísað frá HSA

Heilsugæslur Heilbrigðisstofnunar Austurlands geta ekki tekið á móti syngjandi börnum …
Heilsugæslur Heilbrigðisstofnunar Austurlands geta ekki tekið á móti syngjandi börnum í dag, öskudag, vegna mislingasmits. Af vef Ríkisendurskoðunar

Heilsugæslur Heilbrigðisstofnunar Austurlands munu ekki taka á móti börnum í tilefni öskudags vegna mislingasmits sem komið er upp meðal annars á Austurlandi. Vitað er að smitaðir einstaklingar fóru um bæði í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði.

Heilsugæslur stofnunarinnar á Austurlandi eru tíu talsins og í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar eru börnin beðin velvirðingar á að grípa þurfi til þessa ráðs.

Greint var frá því í gær að vitað sé til þess að tvö börn hafi smit­ast af misl­ing­um í flugi Icelanda­ir frá London til Íslands 14. fe­brú­ar. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá.

Í tilkynningu á vef HSA er mælst til þess að allir þeir sem ekki eru bólusettir og hafi ekki fengið mislinga láti bólusetja sig. Skipulag bólusetninga er í höndum fagstjóra heilsugæslusviðs HSA og er fólk beðið um að hafa samband við heilsugæsluna í síma 470-3081 en ekki koma beint á næstu heilsugæslustöð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert