Félagsdómur hefur sýknað ASÍ af kröfum Samtaka atvinnulífsins um að boðun verkfalls Eflingar hafi verið ólögmæt. Einn dómari við félagsdóm, Guðni Haraldsson, skilaði inn sératkvæði og taldi verkfallið ólögmætt.
SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum enda verði vinnustöðvun, sem einungis sé ætlað að ná til ákveðins hóps félagsmanna, einungis borin undir þá félagsmenn sem vinnustöðvun er ætlað að taka til.
Einnig er vísað til þess að atkvæðagreiðsla Eflingar hafi ekki verið póstatkvæðagreiðsla í skilningi laga enda var atkvæða að mestu aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði.