Nauðgun á barni rómantíseruð hjá Laxness

Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson.

Nauðgan­ir á börn­um hafa gjarn­an verið róm­an­tíseraðar í ís­lensk­um bók­mennt­um. Til dæm­is um það má nefna nauðgun Ólafs Ljós­vík­ings gegn 14 ára gam­alli stúlku í Heims­ljósi Hall­dórs Lax­ness. Fjölda annarra dæma um þessa til­hneig­ingu má finna í verk­um Lax­ness, svo sem í Sölku Völku, Íslands­klukk­unni og fleiri verk­um.

Þetta kom fram í máli Helgu Kress á Hug­vís­indaþingi í Há­skóla Íslands í dag. Bar er­indi henn­ar heitið „Era gapripl­ar góðir“ – Um barnagirnd og barn­aníð í ís­lensk­um bók­mennt­um.

Hafði Helga meðal ann­ars borið sam­an frá­sögn Lax­ness af sam­neyti Ólafs ljós­vík­ings og skýrslu af hinu raun­veru­lega máli Magnús­ar Ljós­vík­ings, sem per­sóna Ólafs er byggð á, úr dóma­bók Ísa­fjarðar­sýslu þar sem nauðgun Magnús­ar á ungri stúlku er lýst.

Fram kom í máli Helgu að hjá Lax­ness verði nauðgun­in að eðli­legu kyn­lífi í aug­um stúlk­unn­ar, sem sam­ræm­ist ekki upp­lif­un ófermdr­ar Ágústínu Guðjónu sem mætti fyr­ir rétti vegna máls­ins. Sá vitn­is­b­urður sem má lesa í raun­veru­leg­um dóma­bók­um er á þá leið að at­b­urður­inn hafi verið henni „sárnauðugur“ á meðan stúlk­unni í verki Lax­ness finn­ist kyn­lífið með full­orðna mann­in­um „eðli­legt og sjálfsagt.“

„Svona er hægt að breyta kyn­ferðisof­beldi í ást, svona er hægt að róm­an­tísera of­beldi,“ sagði Helga.

Helga Kress segir nauðgun verða saklausa og eðlilega í augum …
Helga Kress seg­ir nauðgun verða sak­lausa og eðli­lega í aug­um fórn­ar­lambs­ins í skáld­verki Lax­ness, sem sam­ræm­ist ekki upp­lif­un ófermdr­ar Ágústínu Guðjónu sem mætti fyr­ir rétti vegna máls­ins í upp­hafi 20. ald­ar. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Í er­indi sínu gekk Helga út frá kviðlingi þeim í Njálu er Þór­hild­ur skáld­kona kveður manni sín­um til að ávíta hann fyr­ir að stara á unga stúlku: „Era gapripl­ar góðir/​gægr er þér í aug­um“. Hún setti það viðhorf til gapripla, sem hún sagði merkja eitt­hvað eins og stelpu­drusla, í sam­hengi við Heims­ljós, þar sem orðið er notað þegar menn ræðast á um ákær­una á hend­ur Ólafi Ljós­vík­ingi.

Fullt út úr dyr­um

Vegna mik­ill­ar aðsókn­ar þurfti að færa fyr­ir­lest­ur­inn í stærri stofu, en auk Helgu voru þær Soffía Auður Birg­is­dótt­ir og Dagný Kristjáns­dótt­ir með er­indi. Soffía Auður flutti fyr­ir­lest­ur­inn „Þessi tvífætta villi­bráð“ og Dagný er­indi sem hún kallaði Sam­særi.

Soffía Auður ræddi það stef í ný­lega út­komn­um bók­um ís­lenskra skáld­kvenna, að ræða „heim­leiðina“. Hún tók dæmi úr verk­um Lindu Vil­hjálms, Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur og Fríðu Ísberg af frá­sögn­um kvenna af því að vera ein­ar á ferð á leiðinni heim af skemmt­un og vera hrædd­ar við að vera beitt­ar of­beldi.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert