Tekjur kvenna 72% af tekjum karla

Meðal­at­vinnu­tekj­ur kvenna með há­skóla­mennt­un voru tæp 72% af meðal­at­vinnu­tekj­um karla með sömu mennt­un, eða 6,7 millj­ón­ir króna yfir árið 2017 sam­an­borið við 9,3 millj­ón­ir króna.

Meðal­at­vinnu­tekj­ur kvenna með mennt­un á fram­halds­skóla- og viðbót­arstigi voru tæp 65% af meðal­at­vinnu­tekj­um karla, eða 4,1 millj­ón króna en tekj­ur karla voru 6,4 millj­ón­ir króna. Þá voru meðal­at­vinnu­tekj­ur kvenna sem voru ein­göngu með grunn­mennt­un 3,2 millj­ón­ir króna, 69% af tekj­um karla með þá mennt­un sem voru 4,7 millj­ón­ir króna.

Óleiðréttur launamunur kynjanna var rúm 15% árið 2017.
Óleiðrétt­ur launamun­ur kynj­anna var rúm 15% árið 2017. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rúm­ur helm­ing­ur kvenna 25-64 ára var með há­skóla­mennt­un árið 2018, sam­an­borið við rúm­lega þriðjung karla á sama aldri. Um 27% kvenna og 41% karla voru með starfs- og fram­halds­mennt­un og rúm­lega 20% kvenna og 24% karla voru ein­göngu með grunn­mennt­un, seg­ir í frétt Hag­stofu Íslands.

Í dag er alþjóðleg­ur bar­áttu­deg­ur kvenna 

At­vinnuþátt­taka kvenna var tæp 78% árið 2018, þátt­taka karla var rúm 85%. Óleiðrétt­ur launamun­ur kynj­anna var rúm 15% árið 2017 en tæp 14% ef aðeins launa­fólk í fullu starfi er skoðað. Kon­ur eru nú 38% alþing­is­manna og 47% kjör­inna sveit­ar­stjórn­ar­manna en í mörg­um öðrum áhrifa­stöðum er hlut­ur kvenna lægri. Í byrj­un árs 2019 voru kon­ur 36% í stöðu fram­kvæmda­stjóra sveit­ar­fé­laga og tæp 42% for­stöðumanna rík­is­stofn­ana.

Hæstiréttur. Af átta dómurum er aðeins ein kona.
Hæstirétt­ur. Af átta dómur­um er aðeins ein kona. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

26% stjórn­ar­manna fyr­ir­tækja eru kon­ur

Hlut­fall kvenna af fram­kvæmda­stjór­um fyr­ir­tækja var 22% árið 2017, 24% meðal stjórn­ar­formanna og 26% stjórn­ar­manna. Af átta hæsta­rétt­ar­dómur­um var ein kona en kon­ur voru 38% héraðsdóm­ara sem eru alls 42 og tæp 47% dóm­ara í Lands­rétti sem skipaður var 15 dómur­um í árs­lok 2018.

Bæk­ling­ur sem Hag­stof­an hef­ur gefið út

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert