Mótmælt á Austurvelli á ný

Maður í gulu vesti leiddi mótmælin til að byrja með …
Maður í gulu vesti leiddi mótmælin til að byrja með og hrópaði slagorð á borð við „Út með Andersen“ sem mótmælendur tóku undir. mbl.is/Eggert

Nokk­ur fjöldi fólks er nú sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli, senni­lega hátt í 200 manns, en þar mót­mæla hæl­is­leit­end­ur og stuðnings­menn þeirra, rétt eins og í gær, aðbúnaði um­sækj­enda um alþjóðlega vernd hér á landi. Allt hef­ur farið fram með friðsam­leg­um hætti frá því að mót­mæl­in hóf­ust um kl. 17. 

Raun­ar var boðað var til tveggja aðskildra mót­mæla á Aust­ur­velli í dag, en kl. 16:30 stóðu ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka, þar á meðal rík­is­stjórn­ar­flokks­ins Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, „Gulu vest­in“ og hóp­ur sem kall­ar sig „Jæja“ fyr­ir mót­mæl­um þar sem af­sagn­ar Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra var kraf­ist, vegna niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu. Ein­hverj­ir veifuðu bön­un­um, málstað sín­um til stuðnings.

Eft­ir kl. 17 hef­ur mót­mæl­end­um og þeim sem sýna mót­mæl­um hæl­is­leit­enda sam­stöðu fjölgað á Aust­ur­velli. Hæl­is­leit­end­ur hafa haldið ræður, þar sem þeir lýsa aðstæðum sín­um hér á landi og upp­skorið mikið lófa­klapp frá þeim sem viðstadd­ir eru mót­mæl­in.

Ræður hafa verið haldnar til þess að mótmæla aðbúnaði hælisleitenda …
Ræður hafa verið haldn­ar til þess að mót­mæla aðbúnaði hæl­is­leit­enda hér á landi. mbl.is/​Eggert

Er­lendi karl­maður­inn sem lög­regla hand­tók í mót­mæl­un­um í gær hélt til dæm­is ræðu og sagði „sjokk­er­andi“ hvernig lög­regla hefði komið fram við mót­mæl­end­ur í gær, en þá var piparúða beitt. Lög­regla er viðstödd mót­mæl­in og stend­ur fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið, en at­hygli vakti að fyrst um sinn eft­ir að mót­mæl­end­ur komu á staðinn var lög­regluliðið ein­ung­is skipað kon­um. Síðar bætt­ust lög­reglu­karl­ar í hóp­inn og eru nú tíu lög­regluþjón­ar við Alþing­is­húsið. 

Allt hef­ur farið friðsam­lega fram, sem áður seg­ir.

Lögregluliðið sem mætti á vettvang fyrst er mótmælin hófust var …
Lög­regluliðið sem mætti á vett­vang fyrst er mót­mæl­in hóf­ust var ein­göngu skipað kon­um. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert