Niðurstaðan óvænt og fordæmalaus

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Hari

Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra seg­ist njóta trausts inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að hún muni ekki segja af sér í kjöl­far dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kallaða. Hún seg­ir að verið sé að fara yfir dóm­inn og skoða hvort mál­inu verði vísað til svo­kallaðs yf­ir­rétt­ar. 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri niður­stöðu í morg­un að ís­lenska ríkið væri brot­legt í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kallaða og að dóm­ara­skip­un dóms­málaráðherra í rétt­inn hefði brotið gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um. Grein­in sem brotið var gegn er sú sjötta sem fjall­ar um rétt ein­stak­linga til rétt­látr­ar málsmeðferðar fyr­ir dómi.

Sig­ríður seg­ir í sam­tali við mbl.is, að hún hafi verið að fara yfir dóm­inn með sér­fræðing­um ráðuneyt­is­ins í morg­un.

„Ég er alls ekki búin að því, en það vek­ur at­hygli mína að dóm­ur­inn er klof­inn. En ég verð að viður­kenna það að niðurstaða meiri­hlut­ans er óvænt og hún er líka for­dæma­laus,“ seg­ir Sig­ríður og tek­ur fram að þetta sé einnig mat þeirra sér­fræðinga sem hafa komið að mál­inu inn­an ráðuneyt­is­ins. 

Hún tek­ur fram að í áliti meiri- og minni­hlut­ans komi fram mjög and­stæð sjón­ar­mið, og því þurfi að skoða dóm­inn, sem sé mjög yf­ir­grips­mik­ill, afar vel. 

Hafa þrjá mánuði til að skjóta mál­inu til yf­ir­rétt­ar

Sig­ríður bæt­ir því við að eitt af því sem verið sé að skoða hvort það sé ekki eðli­legt að skjóta mál­inu til svo­kallaðs yf­ir­rétt­ar dóm­stóls­ins (e. grand cham­ber). Aðspurð seg­ir Sig­ríður að hún hafi þrjá mánuði til að vísa mál­inu til yf­ir­rétt­ar­ins. 

Spurð hvaða áhrif niðurstaða dóm­stóls­ins hafi á störf Lands­rétt­ar, seg­ir Sig­ríður að dóm­stóll­inn sé starf­hæf­ur. „Það er auðvitað dóm­stóls­ins sjálfs að taka af­stöðu til þess,“ seg­ir Sig­ríður og vís­ar til þess að mál­um í Lands­rétti hafi í dag verið frestað á meðan farið er yfir dóm­inn.

„Það ligg­ur hins veg­ar al­veg fyr­ir afstaða ís­lenskra dóm­stóla til skip­un­ar dóm­ara. Hún er al­veg skýr. Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að skip­un­in væri lög­mæt. Og það er nú það sem gild­ir hér á landi,“ seg­ir ráðherra og bæt­ir við að all­ar þrjár grein­ar rík­is­valds­ins hafi komið að skip­un­inni með ein­um eða öðrum hætti. 

Tel­ur ekki til­efni til að segja af sér

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi hafa kallað eft­ir því að Sig­ríður segi af sér taf­ar­laust. Aðspurð seg­ir hún að það hafi verið fyr­ir­sjá­an­legt, sama hver niðurstaðan hefði orðið.

„En nei, ég tel ekki til­efni til þess að ég segi af mér í kjöl­far þessa dóms. Ég stend auðvitað með ís­lensk­um dóm­stól­um og það ligg­ur fyr­ir að þeir hafa kveðið upp um lög­mæti þess­ar­ar skip­un­ar. Ég hef hins veg­ar frá upp­hafi bent á það að það sé ann­marki á þess­ar málsmeðferð allri við skip­an dóm­ara. Um það er ég al­veg sam­mála Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um og Hæsta­rétti að því leyti sem hann hef­ur eitt­hvað fjallað um það í sjálfu sér.“

Dóm­ar­arn­ir lög­lega skipaðir

Sig­ríður bæt­ir við að vinna við að end­ur­skoða málsmeðferðina sé löngu haf­in, eins og hún hafi strax boðað.

„Það breyt­ir því ekki hins veg­ar að dóm­ar­arn­ir sem um ræðir þeir eru lög­lega skipaðir, með þátt­töku Alþing­is, for­seta Íslands og dóm­stóla sem síðan end­an­lega dæmdu skip­an­ina lög­mæta.“

Spurð hvort hún njóti stuðnings rík­is­stjórn­ar­inn­ar svar­ar Sig­ríður: „Já, já, ég veit ekki bet­ur.“ Hún seg­ir enn­frem­ur að hún muni fara yfir málið og kynna dóm­inn á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar við fyrsta tæki­færi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert