Ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé brotlegt í Landsréttarmálinu svokallaða og að dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í réttinn hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Greinin sem brotið var gegn er sú sjötta sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar töldu ríkið brotlegt á meðan tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu ríkið ekki hafa brotið gegn mannréttindasáttmálanum.

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi manns sem stefnt hafði verið fyr­ir Lands­rétt, taldi að seta Arn­fríðar Ein­ars­dótt­ur í Lands­rétti hefði verið brot á lög­um mann­rétt­inda­sátt­mál­ans vegna skip­un­ar dóms­málaráðherra á Arn­fríði og þrem­ur öðrum dómur­um í Lands­rétt, en hæfn­is­nefnd taldi aðra hæf­ari og voru lög því brot­in við skip­un­ina.

Dóm­stól­ar höfðu þegar dæmt þrem­ur um­sækj­end­um um stöðu dóm­ara við rétt­inn miska­bæt­ur og var ís­lenska ríkið bóta­skylt í máli þess fjórða, en Hæstirétt­ur taldi setu Arn­fríðar ekki and­stæða lög­um og var því óskað eft­ir því að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu tæki málið fyr­ir.

Fram kemur í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, að íslenska ríkið sé dæmt til að greiða 15.000 evrur í málskostnað sem samsvarar um tveimur milljónum króna.

Sjö dómarar dæmdu í málinu og komust fimm að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmálans, sem fyrr segir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert