„Ann dómstólunum of mikið“

Sigríður mun sitja áfram á þingi þótt hún stígi til …
Sigríður mun sitja áfram á þingi þótt hún stígi til hliðar sem ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Á. And­er­sen stend­ur föst á þeirri skoðun sinni að dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu gefi ekki til­efni til af­sagn­ar henn­ar sem dóms­málaráðherra. Í viðtali við mbl.is seg­ist hún hafa tekið ákvörðun­ina um að stíga til hliðar fyrr í dag eft­ir að hún skynjaði að per­sóna henn­ar kynni að trufla þær ákv­arðanir sem tekn­ar yrðu inn­an ráðuneyt­is­ins.

„Þetta er hinn póli­tíski veru­leiki. Ég ann dóm­stól­un­um of mikið til þess að láta það ger­ast að menn kunni að hengja sig á það að ég hafi haft aðkomu að þeim ákvörðunum sem þar verða tekn­ar.“

Sig­ríður mun sitja áfram á þingi þótt hún stígi til hliðar sem ráðherra, en formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins kem­ur til með að ákv­arða hver tek­ur við embætti henn­ar í sam­ráði við þing­flokk­inn.

Aðspurð hversu lang­an tíma sé um að ræða seg­ir Sig­ríður að Íslend­ing­ar þekki ekki hversu lang­an tíma mál geti tekið hjá yf­ir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og því sé það óljóst. Hún ger­ir ekki ráð fyr­ir að snúa aft­ur fyrr en málið verður end­an­lega til lykta leitt og úti­lok­ar ekki að málið muni horfa öðru­vísi við að því loknu.

Fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund Sigríðar.
Fjöl­miðlar fjöl­menntu á blaðamanna­fund Sig­ríðar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert