Fornminjar undir Hafnarstræti 18

Húsin sem stóðu við Hafnarstræti 18 voru of illa farin …
Húsin sem stóðu við Hafnarstræti 18 voru of illa farin til þess að hægt væri að byggja þau upp að nýju.

„Við stóðum gröfuvaktina í desember þegar húsnæðið við Hafnargötu 18 var rifið. Það hafði staðið til að endurbyggja verslunarhúsin í þeirri mynd sem þau voru byggð 1924 en fyrsta húsið sem reist var á lóðinni er frá 1795. Húsin voru svo illa farin að ekki þótti forsvaranlegt að gera þau upp.“

Þetta segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir Minjastofnun hafa samþykkt að leyfa niðurrif á verslunarhúsunum þegar í ljós kom að þau voru ónýt. Árið 1795 hafi lóðin við Hafnarstræti 18 verið mæld út sem verslunarlóð en stærð lóðarinnar hafi tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina.

„Þegar í ljós kom að undir húsunum í Hafnarstræti 18 sæjust ummerki um mannvirki á svæðinu fór Minjastofnun fram á að þær minjar yrðu rannsakaðar. Það kom í ljós að heilmikið af fornminjum var undir húsinu,“ segir Lilja Björk sem ásamt fleiri fornleifafræðingum gróf upp fornminjarnar og mældi í frostinu í janúar og febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert