Kuldinn betri en Ásbrú

Vonandi hefur þessi maður sofið vel.
Vonandi hefur þessi maður sofið vel. mbl.is/Hari

Mót­mæl­end­ur úr röðum um­sækj­enda um alþjóðlega vernd og stuðnings­manna þeirra gistu á Austurvelli í nótt en mótmæli þeirra hafa staðið yfir frá því klukkan 17.00 í gær.

Þegar ljósmyndari mbl.is leit við á Austurvelli á tíunda tímanum í morgun voru nokkrir tugir mótmælenda enn á svæðinu.

Einhverjir þeirra höfðu sofið undir berum himni í frostinu í höfuðborginni en þeir höfðu áður lýst því yfir að það væri betra að sofa í kuldanum en á Ásbrú.

Mótmælt var á mánudag og í gær.
Mótmælt var á mánudag og í gær. mbl.is/Hari

Mót­mæl­end­ur fara fram á að brott­vís­un­um hæl­is­leit­enda verði hætt, að all­ir hæl­is­leit­end­ur fái efn­is­meðferð hér á landi og að Dyfl­inn­ar­reglu­gerðin sé ekki notuð, að hæl­is­leit­end­ur fái rétt til að vinna og njóti jafns aðgangs að heil­brigðisþjón­ustu, auk þess sem dval­arstað hæl­is­leit­enda á Ásbrú verði lokað.

Aðbúnaður hælisleitenda á Ásbrú þykir ekki góður.
Aðbúnaður hælisleitenda á Ásbrú þykir ekki góður. mbl.is/Hari
Frá Austurvelli í morgun.
Frá Austurvelli í morgun. mbl.is/Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert