Spurðu forsætisráðherra um réttarríkið

Matthías Tryggi Haraldsson, söngvari Hatara, beindi orðum sínum að Katrínu …
Matthías Tryggi Haraldsson, söngvari Hatara, beindi orðum sínum að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í þakkarræðu á íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. mbl.is/Eggert

Íslensku tónlistarverðlaunin eru veitt í kvöld og fengu Eurovision-fararnir í hljómsveitinni Hatara verðlaun sem tónlistarflytjendur ársins. Í þakkarræðu sinni beindi annar söngvara sveitarinnar orðum sínum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Fyrsta mál á dagskrá er auðvitað þetta. Katrín forsætisráðherra, við erum einlægir stuðningsmenn þínir, en okkur finnst tímabært að það sé útskýrt fyrir þjóðinni hvort Ísland tilheyri þeim ríkjum sem kenna sig við algild mannréttindi, lýðræði og réttarríki, við erum smá „confused“,“ sagði Matthías Tryggi Haraldsson, söngvari sveitarinnar, í þakkarræðunni, sem sjá má hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert