„2050 verðið þið dauð en ekki við“

AFP

Hún var ein í upp­hafi en nú stefn­ir í að börn og ung­menni í yfir eitt hundrað lönd­um taki þátt í sam­stöðu með lofts­lag­inu. Þrír þing­menn á norska Stórþing­inu hafa nú til­nefnt Gretu Thun­berg til friðar­verðlauna Nó­bels fyr­ir aðgerðir sín­ar til bjarg­ar lofts­lagi heims­ins.

Thun­berg var fimmtán ára þegar hún hóf bar­átt­una fyr­ir utan sænska þingið í fyrra vopnuð handskrifuðu spjaldi með áletr­un­inni: Skóla­verk­fall fyr­ir lofts­lagið. Hún er sex­tán ára göm­ul í dag og und­an­farn­ar vik­ur hef­ur sí­fellt fjölgað í hópi ung­menna sem hafa fengið nóg af ráðal­eysi stjórn­valda víða um heim þegar kem­ur að lofts­lags­mál­um.

Íslensk ung­menni eru þar ekki und­an­skil­in því á morg­un munu þau taka þátt í fjórða skiptið en síðast mættu um 400 börn og ung­menni í Reykja­vík.

Í Reykja­vík verður safn­ast sam­an fyr­ir fram­an Hall­gríms­kirkju klukk­an 12 og gengið niður á Aust­ur­völl þar sem hið eig­in­lega verk­fall fer fram með ávörp­um og sam­stöðu. Verk­fallið á Ak­ur­eyri fer fram á Ráðhús­torgi klukk­an 12 til 13.

„Þetta er aðeins upp­hafið,“ skrif­ar Greta Thun­berg á Twitter. „Ég held að breyt­ing­arn­ar séu á næsta leiti og að fólk muni standa upp fyr­ir framtíð sinni.“

AFP

Tugþúsund­ir ung­menna hafa gengið um göt­ur Þýska­lands, Belg­íu, Bret­lands og Frakk­lands und­an­farn­ar vik­ur en á morg­un verður breyt­ing þar á því talið er að skóla­stof­ur muni tæm­ast víðs veg­ar um heim­inn, allt frá Bost­on til Bogota, Montreal til Mel­bour­ne, Dhaka til Dur­ban, Lagos til London. 

Á ein­hverj­um stöðum hafa yf­ir­völd reynt að stöðva ung­menn­in án ár­ang­urs. Þegar yf­ir­maður mennta­mála í New South Wales í Ástr­al­íu sagði að þeim nem­end­um sem tækju þátt yrði refsað fékk hann svar fljót­lega í haus­inn: „Við heyr­um í þér og okk­ur er ná­kvæm­lega sama. Yf­ir­lýs­ing þín á heima á safni.“

AFP

Óop­in­bert slag­orð hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir föstu­dags­mót­mæl­in er: „Dear adults, use your power!“#Fri­days­ForFut­ure.

Í Frakklandi hafa skila­boðin verið sett á vegg­spjöld á göt­um borga og bæja. Einnig þessi skila­boð: „Árið 2050 verðið þið dauð en ekki við.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert