Félagar í Björgunarfélagi Hornarfjarðar eru á leið til byggða með mann sem óskaði eftir aðstoð uppi á Vatnajökli um kvöldmatarleytið í gær. Komust björgunarsveitarmenn á snjóbíl til hans um þrjú í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarfélagi Hornafjarðar fékk sveitin boð frá manninum um klukkan 19 í gærkvöldi þar sem hann óskaði eftir aðstoð. Maðurinn var á Vatnajökli í leiðindaveðri, þreyttur, kaldur og treysti sér ekki lengra.
Farið var á tveimur bílum og þremur sleðum frá Björgunarfélagi Hornafjarðar en fljótlega var kallað eftir björgunarsveitum frá Höfn að Hellu og snjóbílum frá Reykjavík.