Neikvæð umræða hefur áhrif

Helstu fréttamál síðustu vikna og mánaða hafa verið heldur neikvæð …
Helstu fréttamál síðustu vikna og mánaða hafa verið heldur neikvæð og af nógu hefur verið að taka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðustu vikur eru neikvæðir atburðir nánast komnir á biblískan skala um plágurnar sjö. Eitt af klassísku fréttagildunum er þegar eitthvað fer úrskeiðis eða er neikvætt,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Hann segir að eðli máls samkvæmt sé sagt frá því þegar mislingar komi upp, loðnubrestur verði, dómskerfið hrynji eða flugfélög lendi í vanda.

Slík mál tikki í box hinna klassíku fréttagilda og það sé oft sagt að góðar fréttir séu engar fréttir. Birgir segir að sjálfsögðu tikki inn í fréttaboxin þegar eitthvað jákvætt sé í gangi en það sé sjaldgæfara í veruleikanum.

„Það hefur verið mikið af stórum og neikvæðum fréttum á síðustu vikum og mánuðum til viðbótar því sem gerst hefur í lággróðrinum, skvaldrinu á samfélagsmiðlunum,“ segir Birgir sem bendir á að hefðbundin fréttagildi ríki ekki á samfélagsmiðlunum heldur sé meira sagt frá hlutum sem snerta fólk, persónulegar harmsögur eða einhver mál sem veki tilfinningaleg viðbrögð. Það skipti meira máli að fara af stað og dreifa einhverju sem hugsanlega kalli á hneykslun og reiði heldur en það sem skipti almenning máli.

Hampa því góða

„Það er mikilvægt og áhugavert að fjalla um hvernig neikvæðar fréttir fanga frekar athygli okkar en jákvæðar og hvaða áhrif þær hafa. Það er erfitt að segja hvað veldur því að neikvæðar fréttir hafa verið viðvarandi í lengri tíma. Erfiðleikar í atvinnu- og efnahagslífi eru hluti af skýringunni en það er margt annað í gangi,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum, sem bendir á að jákvæð eða neikvæð umræða geti haft áhrif á líðan okkar. Neikvæð umræða út um allt þjóðfélag hafi áhrif og fólk þurfi að hafa meira fyrir því að vera jákvætt.

Erla segir mikilvægt að einstaklingar taki eftir því sem vel sé gert og hampi því í stað þess að einblína á hið neikvæða.

Birgir segir að á samfélagsmiðlum skipti meira máli að setja fram mál sem snerti tilfinningar fólks frekar en heyskaparhorfur, aflabrögð eða vísitölufréttir sem hafi verið helstu fréttir fyrir 20 árum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert