„Þá yrði nú gaman!“

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Hvernig væri að einhver þeirra málsaðila, sem mátti þola dóm Hæstaréttar þar sem slíkir dómarar sátu í dómi, kærði nú málsmeðferð Hæstaréttar til MDE?“ spyr Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, á vefsíðu lögmannsstofu sinnar JSG lögmenn í dag.

Tilefnið er dómur Mannréttindadómstóls Evrópu á þriðjudaginn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að einn dómari við Landsrétt hefði ekki verið skipaður í samræmi við lög og viðbrögð margra við því. Segir Jón Steinar íslenskt réttarkerfi hafa farið á hliðina í kjölfarið vegna undarlegs dóms Mannréttindadómstólsins.

Jón Steinar rifjar upp að Hæstiréttur hafi kallað inn lögfræðinga til að dæma í næstum öllum málum á síðasta ári sem fæstir hafi verið metnir hæfir til setu í réttinum. „Voru þeir yfirleitt valdir úr hópi vina og kunningja sitjandi hæstaréttardómara. Aðilar þessara mála máttu una því að mál þeirra væru dæmd af þessum ómetanlegu kunningjum dómaranna.“

Spyr Jón Steinar hvort þetta hafi verið í lagi og hvort ekki væri rétt að einhver sem þola mátti dóm Hæstaréttar þar sem slíkir dómarar dæmdu kærðu málsmeðferðina til Hæstaréttar og í framhaldinu til Mannréttindadómstólsins. „Þá yrði nú gaman!“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert