Félagsdómur telur örverkföllin ólögleg

Frá félagsdómi í dag.
Frá félagsdómi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í kvöld að boðuð verkföll Eflingar sem áttu að hefjast í næstu viku séu ólögleg og munu þau því ekki koma til framkvæmda.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV.

Verkföllin sem voru úrskurðuð ólögleg sneru að því að starfsmenn skyldu mæta til vinnu en ekki sinna öllum skyldum sínum.

Haft var eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að félagsdómur hafi hafnað túlkun félagsins á vinnulöggjöfinni.

Hann sagði að fjögur af sjö boðuðum verkföllum séu dæmd ólögmæt, eða öll örverkföllin. Hann kvaðst fagna úrskurðinum.

Ragn­ar Árna­son, for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.
Ragn­ar Árna­son, for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert