Mótmælendur krefjast aðgerða

Mótmælendur komu saman við Hallgrímskirkju og gengur niður á Austurvöll.
Mótmælendur komu saman við Hallgrímskirkju og gengur niður á Austurvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lofts­lags­verk­fall stúd­enta á Aust­ur­velli hófst á há­degi í dag þegar mót­mæl­end­ur komu sam­an við Hall­gríms­kirkju og gengu niður á Aust­ur­völl. Stúd­ent­ar og fram­halds­skóla­nem­ar mót­mæla aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um. 

Verk­fallið er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg, en skóla­verk­fall henn­ar hef­ur vakið mikla at­hygli. Nú þegar hafa tugþúsund­ir ung­menna farið að henn­ar for­dæmi og flykkst út á göt­ur til að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars í Belg­íu, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Þýskalandi og Svíþjóð.

Mót­mæl­end­ur vilja sýna stjórn­völd­um að al­menn­ing­ur sé meðvitaður um al­var­leika máls­ins og vilji rótt­tæk­ar og af­drátt­ar­laus­ar aðgerðir. Þess er meðal ann­ars kraf­ist að Ísland taki af skarið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarfram­leiðslu renna beint til lofts­lagsaðgerða. Þar verður at­vinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verður ákveðin viðhorfs­breyt­ing að eiga sér stað. Þetta kem­ur meðal ann­ars fram á Face­book-síðu mót­mæl­anna.  

Mótmælendur krefjast aðgerða í loftslagsmálum strax.
Mót­mæl­end­ur krefjast aðgerða í lofts­lags­mál­um strax. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Baráttuhugur í mótmælendum.
Bar­áttu­hug­ur í mót­mæl­end­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert