Segja ráðherra skapa ófremdarástand

Landeigendur lýsa áhyggjum af afleiðingum þess að ekki verður heimilt …
Landeigendur lýsa áhyggjum af afleiðingum þess að ekki verður heimilt að innheimta gjald til þess að fjármagna lagningu og viðhaldi göngustíga á ferðamannastöðum. mbl.is

Lands­sam­tök land­eig­enda á Íslandi (LLÍ) telja að verði til­lög­ur Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, um breyt­ing­ar á nátt­úr­vernd­ar­lög­um samþykkt­ar „mun á ný skap­ast full­komið ófremd­ar­ástand á fjöl­sótt­um ferðamanna­stöðum.“ Harma sam­tök­in meðal ann­ars að gjald­töku verði sett­ar mikl­ar tak­mark­an­ir.

Þá segja LLÍ eign­ar­rétt „land­eig­enda verði fót­um troðinn og mis­skil­inn al­manna­rétt­ur [...] gerður rétt­hærri en stjórn­ar­skár­var­inn eign­ar­rétt­indi,“ að því er seg­ir í álykt­un aðal­fund­ar sam­tak­anna.

Benda sam­tök­in á að í til­lög­un­um sé gert ráð fyr­ir að land­eig­end­um verði ekki leng­ur heim­ilt að tak­marka eða banna för um land þeirra. Al­mennt séu land­eig­end­ur ekki mót­falln­ir al­manna­rétti, en að hingað til hafi verið krafa um að veg­far­end­ur myndu hlíta sett­um regl­um.

Geta ekki rukkað

Land­eig­end­ur lýsa jafn­framt áhyggj­um af því að þeim verði, að mati þeirra, óheim­ilt að taka gjald fyr­ir för um land þeirra. Þeim verði þó heim­ilt að rukka fyr­ir af­not af bíla­stæðum sem ætlað er að standa und­ir gerð þeirra.

Þá segja þeir að til­lög­urn­ar gera ráð fyr­ir að óheim­ilt verði að taka gjald til þess að fjár­magna viðhald ferðamannastaða, svo sem lagn­ingu stíga eða göngu­brúa. „Gjald­taka er ein­ung­is heim­il ef um er að ræða end­ur­tekn­ar hóp­ferðir í at­vinnu­skyni.“

„Eng­in leið verður að reka ferðmannastaði með þeim tak­mörk­un­um sem fram eru sett­ar. Rekst­araðili eða land­eig­andi get­ur aldrei vitað hvort rúta sem kem­ur á staðinn er kom­in í fyrsta sinn eða er hluti af end­ur­teknu ferðakipu­lagi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Bannað að verja nátt­úr­una

„Land­eig­andi sem kýs að verja nátt­úr­una með stíg­um, pöll­um, tröpp­um, og öðrum viðlíka mann­virkj­um á þess eng­an kost að fá kostnað sinn bætt­an,“ segja sam­tök­in  og mót­mæla laga­setn­ingu sem þeir telja skerða stjórn­ar­skrávar­inn eign­ar­rétt, skapa flækj­ur fyr­ir rekst­ur ferðamannastaða og skaða nátt­úru­vernd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert