Sérlög til lausnar Landsréttarmálsins

Jón Steinar Gunnlaugsson segir hægt að leysa stöðuna sem upp …
Jón Steinar Gunnlaugsson segir hægt að leysa stöðuna sem upp er komin vegna skipun dómara við Landsrétt með nýrri lagasetningu. mbl.is/Hari

„Íslendingar hafa tilhneigingu til að fara á taugum ef eitthvað er sagt um íslensk málefni í útlöndum,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, um viðbrögð við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu í pistli á vef lögmannstofu hans.

Þá segir hann hægt að leysa stöðuna með því að skipa alla fimmtán dómara við Landsrétt með sérlögum.

Lýsir hann litlum áhyggjum af dómi MDE þar sem hann telur ljóst að íslensk stjórnvöld munu vísa málinu til yfirréttar sem Jón Steinar segir ekki líklegan til þess að staðfesta dóminn sem kveðinn var upp á dögunum.

Dómstólar starfi áfram óbreytt

„Við hljótum auðvitað að reka okkar dómstóla áfram og þá með alveg óbreyttu sniði. Dómurinn ytra hefur engin bein réttaráhrif hér á landi. Landsréttur hlýtur því að starfa áfram með öllum dómurunum 15, sem löglega eru skipaðir að mati allra stofnana sem um það hafa þingað hér á landi,“ segir hann.

Telur hann tiltölulega einfalt að bregðast við því ef yfirréttur MDE myndi staðfesta dóminn, en íslenska ríkið var sagt hafa brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu þar sem dómarar við Landsrétt voru að mati dómstólsins ekki skipaðir samkvæmt lögum.

„Alþingi gæti þá til dæmis sett sérstök lög þar sem skipun allra dómaranna 15 yrði sérstaklega staðfest,“ segir Jón Steinar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert