Spyr hvort málið eigi að hafa forgang

Tíu umsagnir hafa nú borist velferðarnefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um svonefnda dánaraðstoð, sem einnig er kölluð líknardráp.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en með henni eru þingmenn úr Viðreisn, Vinstri grænum, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum.

Tillagan snýst um að fela heilbrigðisráðherra að taka saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagaramma um hana þar sem hún er leyfð, sem og tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar og hver reynslan hafi verið af því þar, auk þess sem athugað verði hvort opinber umræða sé í helstu grannríkjum okkar sem ekki leyfa dánaraðstoð. Þá felur tillagan að lokum í sér að gerð verði könnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar.

Í þeim umsögnum sem þegar hafa borist kennir ýmissa grasa, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert